8.5.2007 | 01:47
Frábærir þættir og frábærar fréttir!
Jæja...ég get ekki orða bundist eftir að lesa vitleysis bloggfærslurnar sem koma með þessari frétt.
Fólk kvartar gríðarlega yfir því að þetta sé dregið á langinn. Þetta átti helst að vera bara ein sería og þar fram eftir götunum. "Við vorum dregin á asnaeyrunum!" Bíddu...hefur fólk aldrei horft eina einustu sjónvarpsseríu sem frá Bandaríkjunum kemur? Auðvitað eru framleiddir margir þættir af því sem er vinsælt. Til þess er leikurinn gerður! Gefst allt þetta fólk upp á öllum sjónvarpsþáttum sem eru lengri en ein sería eða hvað?
Ég er ekki að fara að verja það að þessir þættir séu að einhverju leyti dregnir á langinn. Það eru þeir vissulega. Hinsvegar er sagan svo margbrotin og frábær í Lost að hún á hvern einasta þátt skilið. Ég hef horft á hvern einasta þátt af Lost og ég mun svo sannarlega horfa á hana til enda. Þessi þættir eru hlaðnir lofi vegna þess að þeir eru frábærlega vel skrifaðir og vel leiknir. Mér finnst persónulega æðislegt að fá svörin í smá skömmtum í gegnum 6 seríur. Fer svo stoltur út í búð og versla allan pakkan á DVD þegar sýningum lýkur. Sá pakki mun svo fá sérstakan heiðursess upp í hillu og ég mun hlægja að þeim vesalingum sem gáfust upp á þessum þáttum vegna þess að "æi...ég er ekki að fá milljón svör við öllum sköpuðum hlutum sem eiga sér stað í hverjum einasta þætti"
Svo finnst mér frábærar fréttir felast í því að í fyrsta lagi: "Lindelof og Cuse segja að þeir hafi haft að leiðarljósi í þó nokkurn tímavegvísi fyrir alla þættina þar sem öll meiriháttar goðsagnanleg þáttaskil koma fram og endirinn liggur fyrir. Þetta þýðir hvað....jú að þættirnir eru ekki búnir til "as they go" sem sést greinilega á þáttum eins og t.d. Prison Break.
Og í öðru lagi: 16 þættir sýndir frá janúar á hverju ári án pásu sem þýðir að þeir hafa meiri tíma til að búa til góða þætti.
Á endanum verð ég svo að minnast á hlut sem heitir persónusköpun. Já ég vil kynnast hverjum einasta karakter eins vel og mögulegt er svo að ég bindist þeim einhverjum böndum og láti mig það varða hvað verður um þá. Þeir sem vilja fá öll svörin á færibandi yfir nokkra þætti vilja bara fá að vita hvað er "um að vera" í staðinn fyrir að láta sig söguna alla varða. Þessi persónusköpun, sem er mögnuð í Lost, er ástæðan fyrir því að þessir þættir eru svona vinsælir.
Ég lýsi því hér með yfir að LOST eru bestu drama sjónvarpsþættir sem ég hef nokkurn tímann séð. Þeir sem átta sig ekki á því eru sennilega þeir sem byrja öfugt á spennubækum til þess eins að fá að vita "hver gerði það". Þvílík vitleysa og skammsýni.....
Týnd í þrjú ár til viðbótar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pétur Fannberg Víglundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æji á að framleiða fleyri leikna Survivor. Eru Survivor þættirnir ekki nóg?
Fannar frá Rifi, 8.5.2007 kl. 10:35
Hugmyndir þínar um þessa þætti eru greinilega jafn vitlausar og hugmyndir þínar um stjórnmál Fannar minn....koddí sleik.
Pétur Fannberg Víglundsson, 8.5.2007 kl. 11:23
Já ég er haldinn fordómum gagnvart Lost og lélegri pólitík. Þessvegna aðhyllist ég ekki Sovét-græna og kýs Frelsi til handa einstaklingnum. Ofan á það þá horfi ég á Heroes sem eru náttúrulega lang bestu þættirnir sem hafa verið gerðir.
Fannar frá Rifi, 9.5.2007 kl. 01:12
þið eru svo málefnalegir
Hlöðver Ingi Gunnarsson, 11.5.2007 kl. 04:01
Það er náttúrulega nauðsynlegt að hafa góð málefni í umræðum sem þessum. eins og í öllu þá blandast pólitíkinn inn í þetta. Hvernig væri að sammmælast um ágæti Rome þáttanna?
Fannar frá Rifi, 11.5.2007 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.