Hvað er lýðræði?

Gallarnir við að stækka álverið voru fleiri en kostirnir þannig að ég er nokkuð sáttur við þetta. Rosalegt að sjá samt hversu litlu munaði en meirihluti er alltaf meirihluti. 

Ég hef hinsvegar tekið eftir því að margir eru á móti þessu beina lýðræði og beita fyrir sér þeim rökum að "alvöru" sveitastjórnarmenn hefður bara ákveðið þetta sjálfir. Til þess væru þeir kosnir. 

Mikið innilega held ég að fólk sé fast í viðjum fulltrúalýðræðsins ef það talar svona. Það er kominn tími á að blanda saman fulltrúalýðræði og beinu lýðræði í auknum mæli.  Rousseau sagði að við værum þrælar þeirra sem við kysum til að taka ákvarðanir fyrir okkur og kannski að fólk ætti að fara í rækilega sjálfskoðun ef það telur sig ekki geta kosið um málefnið sjálft. Ég tel mig allavega fullfæran um það og væri til í að taka þátt í beinu lýðræði í auknu mæli. 

Um framkvæmd þessara tilteknu kosninga má svo deila. Þetta álver snerti fleiri en bara hafnfirðinga og því má spyrja sig hvort sanngjarnt hafi verið að þeir einir fengu að greiða atkvæði í þessu máli. Allavega veit ég um nokkra íbúa á suðurlandinu sem hefðu viljað taka ákvörðun um það hvort að sveitinni þeirra hefði verið sökkt undir virkjun til að knýja áfram stærra álver í Hafnarfirði. 


mbl.is Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn á ról

Fyrsta bloggið er alltaf svo sögulegt. Það er innihaldsríkt meistaraverk sem lýsir bloggaranum á nákvæman og góðan hátt. Með þessu fyrsta bloggi skrásetur bloggarinn í sögubækur alnetsins og þannig öðlast hann alheimsfrægð á örskotsstundu. Þetta blogg er ekki þannig. Þetta upphafsblogg er innihaldslaust bull. 

« Fyrri síða

Um bloggið

Pétur Fannberg Víglundsson

Höfundur

Pétur Fannberg Víglundsson
Pétur Fannberg Víglundsson
Skagfirðingur með meiru og stoltur af því! Fastur í Breiðholtinu í augnablikinu og finnst það bara merkilega ágætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • david-hasselhoff story

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 523

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband